top of page

 P O L E S T A R 
Lögmannsstofa

Ráðgjöf • Málflutningur • Rannsóknir

Málaflokkar

Sérþekking okkar liggur í umhverfinu, hafinu og alþjóðlegri samvinnu

Þjónustan

Fjölbreyttar leiðir í átt að árangri

Image by Dave Herring

Ráðgjöf

Lögmannsstofan veitir alla almenna lögfræðilega ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja, hagsmunasamtaka, stofnana og opinberra aðila og býr yfir yfirgripsmikilli ráðgjafarreynslu á sviði löggjafar og stefnumótunar.

Sáttamiðlun

Sáttamiðlun er skjót, einföld og hagkvæm leið til að leysa ágreiningsmál. Sáttamiðlari er hlutlaus og óhlutdrægur aðili sem aðstoðar deiluaðila við að skilja stöðu sína, þarfir og sameiginlega hagsmuni svo þeir geti komist að sameiginlegri niðurstöðu með samkomulagi. Með sáttamiðlun má komast hjá langdregnum og kostnaðarsömum dómsmálum.

Málflutningur

Lögmannsstofan býr yfir mikilli reynslu af málflutningi fyrir dómstólum, gerðardómum, kæru- og úrskurðarnefndum og öðrum stjórnvöldum. Málflutningur til úrlausnar ágreiningsmálum er í okkar huga þrautarvaraúrræði sem má beita þegar önnur og einfaldari úrræði duga ekki, svo sem samningaviðræður og/eða sáttamiðlun. Lögmannsstofan leggur sig fram við að leysa úr málum með hagkvæmum og skjótvirkum leiðum.

Rannsóknir og álitsgerðir

Lögfræðingar stofunnar hafa umfangsmikla reynslu í akademískum rannsóknum í lögfræði og vinna reglulega ítarlegar greiningar og álitsgerðir fyrir ólíka aðila, innanlands og erlendis. 

Þjónustan

Teymið

Teymi lögmannsstofunnar geymir einhverja helstu sérfræðinga landsins á sérsviði stofunnar.  Teymið býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði ráðgjafar, hagsmunagæslu, rannsókna og þekkingarmiðlunar.

Hafðu samband

Sími: 5716670

Takk fyrir fyrirspurnina! Við svörum þér við fyrsta tækifæri.

POLESTAR Legal

Sími: 5716670

Hlíðarhjalli 70

200 Kópavogur

Ísland

 

©2021 by Polestar Legal ehf.

bottom of page