Teymið
Á stofunni starfa helstu sérfræðingar landsins á sínu sérsviði.

Ingi Poulsen
Netfang: ingi@polestarlegal.is
Sími: 6998780
Ingi er lögmaður og viðurkenndur sáttamiðlari.
Ingi er með meistaragráðu í lögum frá lagadeild Háskóla Íslands, meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá viðskiptafræðideild sama háskóla og stundar doktorsrannsóknir á sviði sjálfbærniréttar.
Ingi hefur yfir tveggja áratuga reynslu af ráðgjafastörfum og hagsmunagæslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir á fjölbreyttum réttarsviðum. Ingi hefur flutt mikinn fjölda mála fyrir dómstólum og stjórnvöldum og annast sáttamiðlun fjölda flókinna deilumála.
Hann er sérfræðingur í umhverfisrétti, loftslagsrétti, sjálfbærnirétti og stjórnsýslurétti og hefur birt ritrýndar greinar og flutt fjölda fyrirlestra og erinda á sínu sérsviði. Ingi er stundakennari við Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst og Kaupmannahafnarháskóla.
Ingi hefur setið í fjölda nefnda og ráða á vegum hins opinberra og hagsmunasamtaka og er meðal annars varamaður í úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Dr. Snjólaug Árnadóttir
Netfang: snjolaug@polestarlegal.is
Sími: 6959723
Snjólaug er lögfræðingur, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík (SoL).
Hún lauk doktorsprófi frá lagadeild Háskólans í Edinborg árið 2018 og grunn- og meistaranámi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014. Hún er með diplóma frá IFLOS sumarakademíunni við Hafréttardómstól Sameinuðu þjóðanna og Ródos-akademíunni í hafrétti og hefur verið gestafræðimaður við Kaupmannahafnarháskóla, Kaþólska háskólann í Lissabon, Hafréttarstofnun Hollands og Háskólann í Bresku Kólumbíu.
Sérsvið Snjólaugar eru almennur þjóðaréttur, hafréttur, umhverfisréttur, loftslagsréttur og alþjóðlegur samningaréttur. Hún hefur áralanga reynslu af ráðgjafastörfum fyrir erlend ríki, íslensk stjórnvöld og innlend jafnt sem erlend fyrirtæki og stofnanir.
Snjólaug hefur ritað á þriðja tug ritrýndra fræðigreina og bókakafla, hlotið rannsóknarstyrki, flutt fjölda erinda á fræðilegum ráðstefnum og komið fram í fjölmiðlum sem sérfræðingur á sviði þjóðaréttar.
Hún hefur tekið þátt í mörgum stefnumótandi verkefnum og setið í sérfræðiráðum og -nefndum, meðal annars í nefnd Alþjóðalagaráðs (International Law Association) um þjóðarétt og hækkun sjávarmáls, sjálfbærninefnd Háskólans í Reykjavík og sérhæfðum starfshópi á vegum ríkisins.


Dr. Bjarni Már Magnússon
Netfang: bjarni@polestarlegal.is
Sími: 6932856
Bjarni er lögmaður og prófessor við lagadeild Háskólans á Bifröst. Hann er auk þess rannsakandi við Geopolitics and Technology Hub við Cornell háskóla.
Bjarni er með doktorspróf frá lagadeild Háskólans í Edinborg, LL.M gráðu í haf- og strandarétti frá Miami-háskóla, meistaragráðu í alþjóðasamskiptum og embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands.
Hann hefur margvíslega reynslu af ráðgjöf á sviði alþjóðamála fyrir erlend ríki, alþjóðastofnanir, íslensk stjórnvöld auk innlendra fyrirtækja og hagsmunasamtaka.
Sérsvið Bjarna eru þjóðaréttur, einkum hafréttur, málefni Norðurskautsins, loftslagsréttur, utanríkismál í stjórnskipun Íslands og lagalegar hliðar öryggis- og varnarmála.
Bjarni hefur stundað víðtækar rannsóknir á sínum starfsferli og er höfundur tuga ritrýndra fræðigreina og hefur hann flutt mikinn fjölda fræðilegra erinda víða um heim. Bjarni er fyrrum deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst og hefur fengið ýmsa rannsóknarstyrki, meðal annars frá Fullbright, Chevening og vísindasjóði NATO í þágu friðar og öryggis.
Bjarni hefur víðtæka reynslu af stefnumótun og hefur setið í fjölda nefnda og ráða á sínu sérsviði. Hann situr í starfshópi vegna undirbúnings greinargerða til landsgrunnnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk landsgrunns Íslands utan 200 sjómílna og er fulltrúi í Loftslagsráði.






